Fréttir
Fésbókarsíða Hljómsýnar PDF Print E-mail

Hljómsýn á fésbókinni.

Í tilefni af því að nú í ágúst síðastlinum vor liðin 10 ár síðan núverandi eigendur tóku við rekstri verslunarinnar opnuðum við

okkar síðu á Facebook. Það hefur hinsvegar ekki neinn tími til að vinna hana og koma með skemmtileg tilboð en það gerist

vonandi áður en langt um líður.

 

 
Uppþvottavélarnar frá Siemens enn og aftur á toppnum. PDF Print E-mail

Siemens uppþvottavélarnar eru enn og aftur í toppsætinu, fjórða árið í röð hjá Rad & Rön:

Sigurgangan heldur áfram! Sænska neytendablaðið Råd & Rön gerði
á nýliðnu ári nýja úttekt á uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum
og Siemens uppþvottavélin SN 45M231SK kom best út. Þetta er
fjórða árið í röð sem Siemens uppþvottavél hlýtur fyrsta sætið*.
Vélin fær toppeinkunn fyrir þurrkhæfni, þökk sé einstakri nýjung:
Zeolite-þurrkun, sem skilar sérlega þurru og glitrandi hreinu leirtaui.
Frekari upplýsingar um þessa uppþvottavél er að finna á heimasíðu
umboðsaðila, www.sminor.is.
*SN 45M203SK, Råd & Rön, 8. tbl. 2010; SN 45M206SK, Testfakta, 16.9. 2011 (www.testfakta.se);
SN 45M205SK, Råd & Rön, 4. tbl. 2012; SN 45M231SK, Råd & Rön, 3. tbl. 2013.

Neytendasamtökin könnuðu framboð og verð á uppþvottavélum í byrjun febrúarmánaðar sl. og náði könnunin til 15 seljenda. Í ljós kom að úrvalið er mikið og hægt að velja á milli 168 véla, misjafnar af stærð.

Til voru 143 mismunandi vélar sem eru af hefðbundinni gerð (u.þ.b. 60 sm breiðar), en þær eru yfirleitt gefnar upp sem 12-14 manna vélar. Sú ódýrasta kostaði 59.995 kr. en sú dýrasta 399.000 kr. Af minni vélum (u.þ.b. 45 sm breiðar, 6-11 manna) voru til 25 mismunandi tegundir. Sú ódýrasta kostaði 44.995 kr. og sú dýrasta 219.995 kr. en báðar þessar vélar eru gefnar upp sem 6 manna vélar. Ýmist eru uppþvottavélarnar ætlað að falla inn í innréttingu eða eru frístandandi. Í könnuninni koma fram upplýsingar um þetta.

Í nýjasta Neytendablaðinu sem er væntanlegt til félagsmanna næstu daga er einnig gæðakönnun á 13 uppþvottavélum sem fundust hér á markaði í febrúar.

Báðar kannanirnar er aðgengilegar félagsmönnum Neytendasamtakanna hér á læstum síðum. Lykilorð og notendanafn er á bls.2 í Neytendablaðinu.  Félagsmenn geta líka sent fyrirspurn um lykilorð hér.

Siemens SN45M231 fékk hæstu einkunn í þessari könnun og þar með verma Siemens uppþvottavélar toppsætið á öllum norðurlöndunum.


***********************************************

 
Huldumaður á Fésbókinni. PDF Print E-mail

Akranesi 18 mars 2014.

 

Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að síður á Fésbókinnin undir ýmsum nöfnum eins og Hljómsýn, Stillholt, Raftækaverslun Akranesi og Hljómur Akranesi eru ekki á okkar vegum. Þar hafa verið birtar myndir af búðinni og ýmsar upplýsingar sem sem eru okkur algerlega óviðkomandi.

Vitað er hver stóð að bak við sumar af þessum síðum og verið er að rannsaka hver setti hinar upp, en þeim virðist hafa verið lokað í kvöld.

Það er einlæg von okkar að ruglið á þessum síðum hafi ekki valdið leiðindum og tjóni eða ruglað viðskiptavini okkar í rýminu.

Ekki er viðtað hvað viðkomandi aðila /aðiluum gekk til en það kemur vonandi í ljós síðar.

Þegar og ef við setjum upp síðu á Fésbókinni þá verður það tilkynnt hér á heimasíðunni okkar.

Þá er einnig rétt að taka fram að fréttir Skessuhorns í síðasta mánuði um að við værum að fara úr núverandi húsnæði um síðustliðin mánaðarmót eru úr lausu lofti gripnar og eiga ekki við rök að styðjast. Ekki var rætt við okkur fyrir eða eftir þessa birtingu fréttarinnar og ekki vitað hvað blaðiinu gekk til með þessu framferði.

 

Fyrir hönd Hljómsýnar, Sturlu ehf

Gunanr Andrésson.

 
Breytingar á húsnæði Hljómsýnar PDF Print E-mail

10.10.2012.

 

Undanfarið hafa staðið yfir breytingar á húsnæði okkar á Stillholtinu sem nú er senn lokið.

Við vorum að minnka aðeins við okkur húsnæðið á Stillholtinu og skorið af austasta bilið (næst Landsbankanum). Þar vorum við með báðar hæðirnar og skrifstofu og lager á efri hæðinni. Skrifstofan ásamt þessum lager (jóladót, innrétingar og fl.) hefur nú verið flutt til Hafnarfjarðar.

Nýr starfsmaður, Daníel V. Ólafsson kom til liðs við okkur í endaðan júní sl. og hefur látið til sín taka við að koma betra "looki" á búiðna. Hafa viðskiptavinir haft á orði hvað búiðin sé miklu snyrtilegri nú en áður og er það fyrist og fremst Daníel að þakka.

Við viljum bjóða gamla og nýja viðskiptavini velkoman að kíkja á breytingarnar og þyggja hjá okkur kaffisopa meðan þeir kíkja á vöruúrvalið. Með lækkandi sól höfum við aukið á ný úrvalið af sjónvörpum hverskonar og verðum með fyrir jólin allar helstu DVD myndirnar, bæði nýjar og svo eldri á niðursettu verði. Í því sambandi er rétt að minna á tilboðið sem gestum heimasíðunnar býðst en það er 10% afsláttur af eldri myndunum ef keyptar eru tvær eða fleiri í einu. Þetta tilboð er aðeins fyrir gesti heimasíðunnar og því þarf viðskiptavinur að geta þess við afgreiðslumann þegar verslað er.

 
Friðrik Skúlason, nýr samstarfsaðili PDF Print E-mail

17.10.2009

Nýr samstarfsaðili

Nú höfum við hafið sölu á forritum frá Friðriki Skúlasyni ehf og eigum á lager Púkann sem leiðréttir stafsetningarvillur í rituðum texta og Lykla Pétur sem er vírusvarnarforrit. Kosturinn við þetta íslenska vírusvarnarforrit sem ég held að sé það eina á markaðnum er að því fylgir símaþjónusta ef upp koma vandamál.

 
More Articles...
<< Start < Prev 1 2 Next > End >>

Page 1 of 2
Verslunin Hljómsýn - Stillholti 23 - 300 Akranesi - Sími: 430-2500 - Fax: 430-2501 - Kt. 430603-4180