DVD myndir PDF Print E-mail
 

Nýjar og nýlegar DVD myndir:

 


Hér koma þeir aftur saman, Jonah Hill og Russell Brand.
Aaron Green (Hill) er metnaðarfullur dugnaðarforkur sem
kemst í starfsþjálfun hjá útgáfufyrirtæki með örlitlum lygum.
Hann fær þó tækifæri til að sanna sig þegar hann er sendur
til London til að fylgja rokkgoðinu Aldous Snow (Brand) til
LA þar sem hann á að spila í The Greek Theatre og hefja þar
með milljóna dollara tónleikaferð sem plötuútgáfan reiðir sig
á. Verkefnið reynist ekki eins auðvelt og Jonah hélt í fyrstu,
það varaði hann enginn við því að snúa aldrei bakinu í
Aldous Snow...og hann hefur einungis tvo daga til stefnu.

 Spencer Aimes (Ashton Kutcher) er bara venjulegur, leynilegur, ofur-atvinnumorðingi í vinnu hjá bandarískum yfirvöldum þegar hann fellur fyrir Jen Kornfeldt (Katherine Heigl), kvænist, flytur í úthverfi og leggur byssuna á hilluna. Allt leikur í lyndi í þrjú ár þangað til Spencer og Jen komast að því að margar milljónir hafa verið lagðar til höfuðs Spencer. Leigumorðingjar hafa fylgst með honum í langan tíma og gætu því vel verið nágrannar þeirra, vinir eða vinalegi gaurinn í matvörubúðinni. Þessi vitneskja gerir hið ljúfa úthverfalíf ansi erfitt og verður æ flóknara fyrir Spencer og Jen að láta sem yfirborðið sé slétt og fellt á meðan þau reyna að finna út hver sé með Spencer í sigtinu.

Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe er mættur sem
sjálfur Robin Hood, goðsögnin í Englandi á 13. öld.
Hér er sögð sagan af hinum mikla bogmanni, Robin, frá því
að hann berst við Frakka í her Ríkharðs konungs og þar til
hann snýr aftur til bæjarins Nottingham sem er niðurníddur
af spillingu og harðræði fógetans alræmda
(Matthew Macfasyen).
Robin safnar saman hópi ribbalda
sem neita að láta fógetann kúga sig
og halda til í skóginum þar sem þeir
sitja fyrir yfirstéttarfólki og deila
auðnum meðal þurfandi íbúa Nottingham.
Robin Hood verður fljótlega hetja
fólksins og nær einnig athygli hinnar
fögru ekkju, Lafði Marion (Cate Blanchett).
Þessi saga er sígild en birtist hér í alveg
nýjum hasarbúningi í leikstjórn Ridley Scott.

 

Top Gear: The Challenges 1 & 2 Collection
 
 Top Gear-drengirnir – Jezzer, Hamsturinn og Kafteinn Hægur – geta ráðið við hestöfl, tog og hröðun þar til dælurnar bila. En þegar þeir takast á við áskorun tekur keppnisskapið yfir, með sprenghlægilegum, hættulegum og stundum hreint út sagt niðurlægjandi afleiðingum

 


Fjórir stórkostlegir þættir þar sem Top Gear-drengirnir ferðast til allra heimshorna til að kljást við erfiðustu áskoranir sínar til þessa, þar sem gífurlegur kuldi, gífurlegt regn, gífurlegt ryk og nokkrir gífurlega reiðir heimamenn með byssur koma við sögu.

0

 Transformers: Revenge of the Fallen

Hefndin er á leiðinni...

Stórmyndin Transformers: Revenge of the Fallen er beint framhald af Transformers frá 2007 og skartar sömu leikurum í aðalhlutverkum, þeim Shia LaBeouf, Megan Fox, John Turturro og Josh Duhamel.

Tekur myndin upp þráðinn um tveimur árum eftir að atburðum þeirrar fyrri lýkur. Sam Witwicky (LaBeouf) er nú að hefja nám í háskóla og á nú í alvarlegu sambandi við Mikaelu (Fox). Hann heldur og vonar að atburðirnir sem leiddu til uppgjörsins um Alneistann séu grafnir fyrir fullt og allt, á meðan vélmennin sjálf starfa nú með leynd á vegum Bandaríkjahers við að uppræta hryðjuverk og alvarlega glæpastarfsemi.


Þetta ástand breytist þó fljótt þegar Decepticon-vélmennin byrja að hópast til jarðarinnar til þess að fanga Sam og komast að mikilvægum upplýsingum um uppruna Transformers, sem Sam virðist búa yfir án þess að gera sér grein fyrir því. Decpticon-vélmennin hafa sótt sér liðsauka í öflugasta meðlim Transformers frá upphafi, sem kallast einfaldlega Hinn Fallni.


Því neyðast Sam og Mikaela til að leita til Optimus Prime og félaga á ný til að bjarga gjörvöllu mannkyninu frá stærri ógn en hefur nokkurn tíma áður herjað á jörðina...

 

 

0

Heilsubælið

Undarlegasta heilbrigðisstofnun allra tíma er nú komin á DVD

Það muna sjálfsagt margir eftir þáttunum um Heilsubælið í Gervahverfi, sem voru sýndir við miklar vinsældir á níunda áratugnum og innihalda einhverjar af eftirminnilegri persónum íslenskrar grínsögu.


Heilsubælið segir, eins og nafnið gefur til kynna, frá heilsubæli á uppskálduðum stað á Íslandi, þar sem starfsfólkið er furðulegt og sjúklingarnir jafnvel enn furðulegri. Lífið er enginn dans á rósum þegar skurðlæknirinn hefur gaman af hnífakasti, yfirlæknirinn er með uppblásna foringjasjálfsmynd, sjúklingur á öldrunardeild þreytist aldrei á að þylja rímur við hvern sem verður á vegi hans, eða þegar kokkurinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að elda.


Í þessum þáttum er að finna goðsagnakennda grínkaraktera frá Ladda, eins og Dr. Saxa, Skúla rafvirkja og Séra Svavar, auk eftirminnilegra persóna frá Eddu Björgvins (Símonetta Sorensen, Doktor Sigríður og fleiri), Júlíusi Brjánssyni (Dr. Adolf Litli og Rímar Drápan meðal annarra) og Pálma Gestssyni (Gulli yfirkokkur og Kristján Daunillugason auk margra annarra).


Maður sér heilbrigðisgeirann öðrum augum eftir þessa þætti.
 

 

 

0

Latibær: Lati andinn

Lati andinn og þrír aðrir þættir um ævintýrin í Latabæ

Hér eru komnir fjórir nýir þættir um hið litríka líf í Latabæ. Í þættinum „Draugakastalinn“ fær Halla vini sína til að fara með henni inn í gamlan og ótraustan kastala en læsast inni eftir að Glanni hrekkir þau.

„Litli Íþróttaálfur“ segir frá því þegar Glanna tekst að breyta Íþróttaálfinum í tíu ára gamlan strák og ætlar að þjálfa hann upp á nýtt svo hann verði latur í eitt skipti fyrir öll.


„Skólaskellur“ gerist í skóla Latabæjar, þar sem Glanna tekst að dulbúa sig sem kennara og ætlar sér þannig að koma í veg fyrir að þau læri nýja hluti. Í lokaþættinum, „Lati andinn“, tekst Glanna að töfra fram anda úr flösku og fær 3 óskir að launum. Hins vegar á Glanni erfitt með að fá andann til að framkvæma þær eins og hann vill...
 

 

0
 

 Oliver Twist

London er hættuleg borg fyrir litla munaðarleysingja...

Hér er á ferðinni ný útgáfa af hinu þekkta ævintýri um munaðarleysingjann Oliver Twist, en BBC framleiddi þessa útgáfu sem skartar mörgum af virtari leikurum Breta í stórum hlutverkum.

Fyrir þá sem vita ekki nú þegar um hvað sagan um Oliver Twist er, þá fjallar hún um hinn sárafátæka og munaðarlausa Oliver, sem býr á munaðarleysingjahæli. Þar fær hann rétt svo nóg að borða til að lifa af og fylgja því engin þægindi að búa á stað sem þessum. Þegar útfararstjóri nokkur býðst til að hugsa um Oliver upphefst ævintýri lífs hans, þar sem hann hrekst um götur London og hittir fyrir einhverjar skrautlegustu persónur sem hægt er að ímynda sér...

 

0

 Land of the Lost

Réttur maður á réttum stað - á alveg svakalega röngum tíma

Will Ferrell fer með aðalhlutverkið í ævintýralegu gamanmyndinni Land of the Lost, en hann leikur fornleifafræðinginn Rick Marshall, sem er utangarðsmaður í vísindaheiminum. Hann hefur ekki fengið neina fjárstyrki eða aðstöðu fyrir rannsóknir sínar síðan hann réðst á þáttastjórnandann Matt Lauer þremur árum áður.

Hann hefur auk þess verið skotspónn annarra vísindamanna árum saman fyrir rannsóknir sínar á tímaferðalögum, sem öðrum þykja fáránlegar. Þegar hann hittir Holly Cantrell (Anna Friel) sem hvetur hann til að ljúka við gerð öreindamagnara sem hann hefur verið að fikta við árum saman breytist líf hans skyndilega.


Þau fara ásamt leiðsögumanninum Will Stanton (Danny McBride) inn í fornan helli til að prófa magnarann á vettvangi, en þegar þau setja hann af stað setja þau af stað mikinn jarðskjálfta og ranka við sér í annarri vídd – án magnarans.


Þegar þangað er komið tekur við rannsókn á hinum nýja heimi sem og leit að magnaranum, eigi þau að geta komist til baka á ný. Hins vegar er hér að finna ýmsar undarlegar og stórhættulegar verur og fyrirbæri, en ekkert er jafn hættulegt – og þrjóskt – og grameðla nokkur sem virðist bera persónulegan kala til Ricks...

 

0

 Bionicle: Goðsögnin snýr aftur

Framtíð heimsins hvílir á herðum hans

Bionicle er ævintýrateiknimynd sem segir frá hinum mikla Mata Nui, sem var eitt sinn leiðtogi alls heimsins, en lenti í því fyrir löngu síðan að vera kastað út úr eigin líkama og hefur reikað um alheiminn sem andi síðan þá. Er andi hans fastur inni í hinni goðsagnakenndu Grímu lífsins. Þegar gríman lendir loks á plánetu, hinni fjarlægu Bara Magna, kemst andi hans loks í nýjan líkama, en þar lendir Mata Nui í harðvítugu stríði sem geisar á plánetunni milli tveggja ólíkra ættbálka.


Annar ættbálkurinn, Agori, tekur Mata Nui upp á sína arma og byrjar að þjálfa hann til að geta barist gegn óþreytandi herjum andstæðinganna, en leiðtogi þeirra heitir Tuma. Mata Nui býr auk þess yfir nokkrum gagnlegum hæfileikum sem hann bætir við það sem Agori-flokkurinn kennir honum. Hann eignast vini meðal Agori-fólksins, en brátt kemur í ljós að það er svikari í röðum þeirra sem ógnar framtíð alls ættbálksins og jafnvel heimsins alls...

 

0

 Dóra landkönnuður 9

Gjöf fyrir jólasveininn og fleiri ævintýri

Dóra landkönnuður 9 inniheldur fjóra nýja þætti um Dóru, Klossa og félaga þeirra.

Þátturinn „Mæðradagurinn“ segir frá því þegar það er mæðradagur og Dóra ætlar að hjálpa pabba að baka köku fyrir mömmu. Hins vegar þurfa Dóra og Klossi að leggja upp í mikla leit að hráefninu fyrir kökuna. „Gullkönnuðirnir“ segir frá því þegar Dóra og vinir hennar eru búin að stofna fótboltalið og ætla að spila leik við risaeðlurnar. Hvernig stendur Dóra sig á vellinum?


Í þættinum „Gjöf fyrir jólasveininn“ er komið aðfangadagskvöld og Dóra og Klossi ætla alla leið til Norðurpólsins til að færa jólasveininum gjöf og lenda að sjálfsögðu í miklu ævintýri á leiðinni. Lokaþátturinn „Dóra læknir“ segir frá því þegar Benni kálfur er kominn með kvef og Dóra leggur sitt af mörkum til að láta honum líða betur.

 

0

 Latibær sería 2 - 1

Rokkið er komið í Latabæ

Á þessum disk eru fjórir nýir þættir um lífið hjá Íþróttaálfinum og félögum í Latabæ. Í þeim fyrsta, Rokk og ról í Latabæ, eru krakkarnir búnir að stofna hljómsveit og eru að undirbúa sig fyrir tónleika en lenda í vandræðum þegar heimsfrægi rokkarin Grobbi Gorteins gerir allt vitlaust í bænum. Í þættinum Tölvuöld í Latabæ tekst Stínu Símalínu að sannfæra Baldur bæjarstjóra um að hann verði að tölvuvæða Latabæ, en þegar tæknimaðurinn Vignir Vír mætir á svæðið fer allt úr skorðum. Í þriðja þættinum, Sirkusinn í Latabæ, lendir Solla Stirða í miklum vandræðum þegar hún reynir að fela lofthræðslu sína. Í lokaþættinum, Kappakstur Latabæjar, ákveður Glanni Glæpur að skrá sig í Latabæjarkappaksturinn til að sanna að hann sé besti bílstjórinn í bænum og gengur mjög langt til að tryggja sigurinn..

 

0

 

 

New in Town

Ferillinn flutti hana töluvert lengra en hún reiknaði með

Renée Zellweger leikur aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni New in Town, sem segir frá framakonunni Lucy Hill, en hún vinnur sem fyrirtækjaráðgjafi í Miami, þar sem hún hjálpar fyrirtækjum sem lenda í fjárhagsvandræðum til að hagræða í rekstri. Henni gengur mjög vel, ferillinn er á uppleið og hún nýtur lífsins í hinni heitu Miami-borg til fulls.


Einn daginn er hún skyndilega send í nýtt verkefni, út úr borginni, þvert yfir Bandaríkin og alla leið til Minnesota, þar sem hún þarf að hafa eftirlit með endurskipulagningu verksmiðju í pínulitlum smábæ. Viðtökur íbúanna við komu Lucy eru í fyrstu jafn kaldar og hráslagalegt veðrið, en smám saman nær hún íbúunum á sitt band og hlýtur samþykki þeirra, sér í lagi verkamannsins Ted Mitchell (Harry Connick Jr.), sem hún verður smám saman hrifin af á móti.


Það getur þó allt breyst á augabragði þegar hún fær skipun frá Miami um að loka verksmiðjunni. Þá þarf hún að taka til sinna ráða, vilji hún bjarga eigin mannorði og bænum sem hún er farin að taka ástfóstri við frá glötun.
 

 

 
0
 

Alfreð Elíasson og Loftleiðir

Maðurinn sem bauð risunum byrginn – og sigraði

Heimildarmyndin Alfreð Elíasson og Loftleiðir rekur sögu flugfélagsins Loftleiða, sem var meira en lítið viðburðarík. Í myndinni er sagt frá Alfreð Elíassyni og fleiri ungum mönnum sem stofnuðu flugfélag í miðri kreppu og í skugga gjaldeyrishafta. Loftleiðir náðu fljótt að hasla sér völl á innanlandsmarkaði, með lægri verðum en þekktust áður. Hins vegar sköpuðu þeir sér engar vinsældir meðal samkeppnisaðila og var úthýst af innanlandsmarkaði árið 1952.

Þá tóku þeir sig til og settu stefnuna á erlendan markað og urðu fljótt eitt stærsta flugfélag heims, þar sem Loftleiðir höfðu þá sérstöðu að vera fyrsta lággjaldaflugfélag veraldar. Árið 1968 voru tekjur Loftleiða meira en þrefalt hærri en tekjur alls togaraflota Íslands samanlagt.


Hins vegar var rekstur Loftleiða enginn dans á rósum, þar sem þeir sköpuðu sér sömu óvild meðal samkeppnisaðila um allan heim og þeir höfðu gert á Íslandi, auk þess sem röð atburða í gegnum nokkur ár ollu því að örlög Loftleiða urðu á endanum mjög dapurleg. Þessu og meira til er gert skil í þessari metnaðarfullu heimildarmynd.
Heimasíða myndarinnar
 

 

 
0
 

 Race to Witch Mountain

Leigubílstjóri lendir í yfirnáttúrulegu kapphlaupi til að bjarga heiminum.

Race to Witch Mountain er fjörug ævintýramynd frá Disney og skartar hasarstjörnunni Dwayne Johnson í aðalhlutverkinu.


Árum saman hafa gengið ýmsar furðusögur af leynilegum stað í miðri eyðimörkinni í Nevada, þar sem margir óútskýrðir og undarlegir atburðir hafa átt sér stað. Auk þess hafa vitni séð ýmsa yfirnáttúrulega hluti eiga sér stað á þessu svæði. Þetta svæði er kallað Witch Mountain.


Þegar leigubílstjórinn Jack Bruno (Johnson), sem vinnur í Las Vegas, fær tvo unglinga upp í leigubílinn sinn einn daginn breytist líf hans í einni hendingu. Hann hefur lifað tiltölulega litlausu lífi til þessa og hefur ekki lent í mörgu óvenjulegu á lífsleiðinni. Fljótlega kemur hins vegar í ljós að unglingarnir tveir búa yfir yfirnáttúrulegum kröftum og eru uppteknir við að bjarga heiminum frá mikilli ógn. Lenda Jack og krakkarnir því í miklum eltingarleik þar sem skuggalegir aðilar á vegum yfirvalda, hættulegir glæpaforingjar og jafnvel furðuverur af öðrum heimi reyna að stöðva þau áður en þau komast til Witch Mountain. Lánlausi leigubílstjórinn Jack er því skyndilega orðinn mikilvægur þátttakandi í því að bjarga heiminum!

 

 
0
 

 Mjallhvít og dvergarnir sjö

Hið klassíska ævintýri kemur loks út á DVD

Hin klassíska teiknimynd um Mjallhvíti og dvergana sjö kemur nú loks út á DVD. Myndin, sem Disney gerði árið 1937, hefur lifað góðu lífi í gegnum árin og þykir enn með bestu teiknimyndum allra tíma.


Myndin segir frá hinu sígilda ævintýri um Mjallhvíti, unga og undurfagra prinsessu sem flýr kastalann þegar grimm kona verður stjúpmóðir hennar og þar af leiðandi ný drottning, og hrekur hana burt vegna fegurðar sinnar. Leitar hún skjóls í litlum kofa lengst inni í skógi og kynnist þar góðhjörtuðum og vinnusömum dvergum sem búa þar. Lifir hún góðu lífi þar allt þangað til drottningin hefur uppi á því hvar hún heldur sig og reynir allt hvað hún getur til að koma Mjallhvíti fyrir kattarnef...

 

 
0
 

Star Trek

Þar sem framtíðin hefst

Star Trek er nýjasta myndin í hinni langlífu röð mynda og þátta um Star Trek-heiminn, en leikstjórinn J.J. Abrams færir áhorfendur aftur að upphafinu í þessari mynd.


Fylgir sagan uppvexti James T. Kirk (Chris Pine) á jörðinni og þeim atburðum sem leiða til þess að hann gengur til liðs við Stjörnuflotann í fyrsta skipti. Þar kynnist hann Vúlkananum Spock, sem er orðinn kennari við skólann sökum gífurlegra hæfileika sinna.


Þeim kemur ekkert alltof vel saman í fyrstu, enda gætu þeir ekki verið mikið ólíkari persónuleikar, en þeir þurfa einhvern veginn að láta sér hvorn annan lynda, því þeim er skellt saman í djúpu laugina þegar neyðarkall berst frá plánetunni Vúlkan.


Spock og Kirk taka við hinu nýbyggða Enterprise-geimskipi og leggja af stað til höfuðs Rómúlanum Nero (Eric Bana) sem hótar því að tortíma Vúlkan verði ekki gengið að erfiðum afarkostum hans. Á Enterprise kynnast „félagarnir“ þeim ungu og misreyndu Dr. Leonard McCoy (Karl Urban), Montgomery Scott (Simon Pegg), Uhura (Zoe Saldana), Hikaru Zulu (John Cho) og Pavel Chekov (Anton Yelchin) auk skipstjórans Christopher Pike (Bruce Greenwood). Saman verða þau að berjast gegn þeirri miklu ógn sem af Nero stafar, enda framtíð bæði Vúlkana og mannkyns í húfi...

Þessi mynd er einnig til í Blu-ray 2ja diska útgáfu með enn meira aukaefni (Special Edition)

 

 

0

 I Love You, Man

Ertu nógu mikill maður til að segja það?

I Love You, Man er gamanmynd með hinum geðþekku og skemmtilegu Paul Rudd og Jason Segel í aðalhlutverkum, auk annarra gæðaleikara á borð við Andy Samberg, Rashidu Jones, Jaime Pressly og J.K. Simmons.


Varpar I Love You, Man upp nýju sjónarhorni á rómantískar gamanmyndir, en hún segir frá Peter (Rudd), ungum manni sem er nýbúinn að trúlofast Zooey (Jones), kærustu sinni til margra ára. Þegar undirbúningurinn fyrir brúðkaupið fer af stað kemur hins vegar í ljós að eftir margra ára mjög (kannski of...) tryggt samband við Zooey á Peter enga karlvini lengur. Því hefur hann engan til að biðja um að vera svaramaður sinn og þá eru góð ráð dýr.


Hann grípur því til þess ráðs að auglýsa einfaldlega eftir besta vini og fer í kjölfarið á röð „stefnumóta“ þar sem hann metur hvern og einn umsækjanda með því að reyna að kynnast viðkomandi. Ýmsir misskilja tilgang Peters með stefnumótunum og gengur honum brösuglega að finna hentugan besta vin allt þar til hann hittir Sydney (Segel). Þeir tengjast umsvifalaust sterkum böndum og verða brátt mjög nánir vinir.


Hið nýja vinasamband þeirra setur þó óvænta pressu á trúlofunina og fyrirhugaða giftingu, því Zooey hefur orðið miklar áhyggjur af því að Peter þurfi á endanum að velja á milli sín og Sydney...

 

 
0
 
 
 
 

Monsters vs. Aliens

Þegar geimverurnar koma eru skrímslin fengin til bjargar

Teiknimyndin Monsters vs. Aliens er nýjasta myndin frá DreamWorks, sem hefur áður gert Kung Fu Panda, Bee Movie og Shrek-myndirnar, svo dæmi séu tekin.


Myndin segir sögu konunnar Susan Murphy, sem býr í Kaliforníu. Hún er ofurvenjuleg kona sem er að fara að gifta sig. Hún verður hins vegar óvænt fyrir loftsteini á leið í eigið brúðkaup og valda atburðir því að hún er skyndilega orðin 17 metra há. Hún verður skrímsli í augum annars fólks og er umsvifalaust handsömuð af hernum, þar sem henni er skellt í einangrun með öðrum skrímslum. Er þar að finna Dr. Kakkalakka, brjálaðan vísindamann með pödduhöfuð, Týnda hlekkinn, 20.000 ára gamlan mannfisk sem er ekki í neinu formi lengur, B.O.B., hlaupkennt, óeyðanlegt en að því er virðist afar gagnlítið skrímsli og Insectosaurus, meira en 100 metra há en afskaplega kjarklítil risapadda.


Þau hafa ekki eytt löngum tíma saman þegar geimverur ráðast skyndilega á Jörðina og hinn illi geimherforingi Gallaxhar krefst algerra yfirráða yfir mannkyninu en tortíma því ella. Vegna sérstakra hæfileika sinna verða þessi skrímsli skyndilega eina von mannkynsins, vilji það lifa af árás geimveranna.

 

Angels & Demons

 Angels & Demons

Á heilögustu stund okkar hafa þeir snúið aftur...

Angels & Demons er spennumynd sem er byggð á samnefndri metsöluskáldsögu eftir Dan Brown. Eru Tom Hanks, Ewan McGregor, Ayelet Zurer og Stellan Skarsgård í aðalhlutverkum.


Segir myndin frá táknfræðingnum Robert Langdon (Hanks) sem hefur skapað sér frægð meðal almennings og andúð meðal kirkjunnar fyrir að geta lesið í tákn og leyst fornar gátur sem margar hverjar tengjast trúarbrögðum, en fáir aðrir getað leyst.


Þrátt fyrir óvild Páfagarðs í garð Langdon neyðast yfirmenn kaþólsku kirkjunnar í Róm að kalla hann til Vatikansins, en þar á hann að rannsaka morð á manneskju sem fannst með hið dularfulla og ævaforna Illuminati-tákn brennt í húð sína. Auk þess hefur fjórum kardinálum verið rænt og því hótað að sprengja Róm í loft upp, en kosningar til nýs Páfa standa nú yfir og því gífurlegur mannfjöldi í borginni.


Í leikinn blandast æðsti embættismaður Páfagarðs, Patrick McKenna (McGregor) og Vittoria Vetra (Zurer), vísindamaður frá CERN í Sviss, en stórhættulegu og dularfullu andefni sem henni tókst að framleiða hefur einnig verið stolið, að því er virðist í mjög annarlegum tilgangi...

 

 
Night at the Museum 2
 
Frumsýnd20. maí 2009
Frumsýnd (USA)22. maí 2009
Útgáfa á DVD28. október 2009
Einnig þekkt semNight at the Museum: Battle of the Smithsonian
LeikstjórnShawn Levy
TegundGamanmynd, Ævintýramynd, Fjölskyldumynd
Söguþráður
Öryggisvörðurinn Larry Daley fer inn í Smithsonian safnið til að bjarga Jedediah og Octavius, sem hafa fyrir mistök verið fluttir í safnið.
AðalhlutverkBen Stiller
Owen Wilson
Robin Williams
Amy Adams
TungumálEnska

 

 
The Last House on the Left

Síðasta húsið vinstra megin. (The Last House On The Left)

 

Last House on the Left er byggð á samnefndri mynd frá áttunda áratuginum. Þetta er hrollvekja þar sem verstu hliðar mannlegs eðlis eru kannaðar. Söguþráðurinn er einfaldur. Fjórir ungir glæpamenn rekast á tvær grunlausar stelpur í litlu fjallaþorpi. Eftir að hafa drepið aðra og nauðgað hinni á hrottalegan hátt flýja glæpamennirnir og leita skjóls í nálægu sumarhúsi sem reynist vera sumarhús foreldra stelpnanna. Eftir að foreldrarnir komast að því hvað strákarnir gerðu við dætur þeirra, leita þeir hefnda. En hversu langt má maður ganga til að hefna þeirra sem maður elskar.
 

Strumparnir eru komnir  aftur.

 



 Okkar frábæri Laddi ljáir Strumpunum rödd sína í þessum fyrsta disk í nýrri Strumpaseríu.

Sjö þættir. Kjartan klettur / Letistrumpur strumpaður / Strumpahimininn / Svikastrumpur / Dularfulli Kassinn / Svefnstrumpur / Minnsti risinn

 

Blái fíllinn
 

Blái fíllinn

 

Teiknimyndin um Bláa fílinn fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um bláan fíl. Þegar hann er ungi er honum strítt af því að hann á engan föður, en á ástríka móður og ömmu. Hann er þó forvitinn um afdrif föður síns, en honum er sagt að hann sé sérstakur stríðsfíll fyrir konung ríkisins þar sem hann býr. Blái fíllinn heldur því upp í mikla ferð til að finna hann. Hann er ungur og óreyndur og er fljótlega gripinn af ræningjum úr óvinaríkinu. Þar kynnist hann ungum prinsi sem einnig hefur verið fangelsaður af óvinunum og verða þeir góðir vinir. Prinsinn hjálpar fílnum að róa sig og hugsa skýrt,
og nær fíllinn að flýja frá óvinunum. Ævintýrið hefst þó fyrst fyrir alvöru þegar hann sleppur og þarf að taka þátt í stríðinu milli ríkjanna tveggja

 
 
 
Män som hatar kvinnor - DVD - Film

Menn sem hata konur (Man som hatar kvinnor)

 

Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir meiðyrði í garð viðskiptajöfursins Hans-Eriks Wennerström og ákveður í framhaldi af því að taka sér hlé frá störfum á tímaritinu Millennium. Um sama leyti fær hann einkennilega upphringingu. Henrik Vanger, fyrrum forstjóri hinnar voldugu Vangersamsteypu, vill ráða Mikael til þess að skrifa sögu fjölskyldunnar. Fljótlega kemur í ljós að fjölskyldusagan er yfirskin: hið raunverulega verkefni er að komast að því hvað varð um unga frænku forstjórans, Harriet, sem hvarf sporlaust fjörutíu árum fyrr. Mikael Blomkvist er tregur til, en tekur að sér verkefnið. Honum til aðstoðar er ung kona, Lisbeth Salander, mjóslegin, náföl og tattúveruð, frábær rannsakandi og tölvuséní.

Leikstjóri: Niels Arden Oplev 
Handrit: Nikolaj Arcel& Rasmus Heisterberg
Leikarar: Noomi Rapace, Michael Nyqvist, Sven-Bertil Taube, Peter Andersson
 


 

 
 
The Blue Planet (Seas of Life)



The Blue Planet eru margverðlaunaðir og afar metnaðarfullir heimildarþættir sem eru nú loksins komnir á DVD. Fjalla þættirnir um þá hluta jarðarinnar sem mannfólkið þekkir einna minnst: heimshöfin. Þrátt fyrir að þekja yfir 70% af yfirborði jarðarinnar þekkjum við aðeins lítinn hluta lífríkisins sem þrífst þar og gera fæstir sér fullkomlega grein fyrir því hversu ótrúlega fjölbreytt og litríkt lífið í höfunum er. Við fylgjumst með einstökum lifnaðarháttum túnfisksins, sjáum kóralrif eins og við höfum aldrei séð þau áður og sjáum dýrategundir sem við vissum ekki einu sinni að væru til í þessari risastóru seríu sem tók heil 5 ár í framleiðslu.

 

Duplicity



Duplicity er njósnatryllir með stórleikurunum Clive Owen og Juliu Roberts í aðalhlutverkum og er leikstýrt af Tony Gilroy, leikstjóra Michael Clayton.

Myndin segir frá CIA-fulltrúanum Claire Stenwick (Roberts) og breska MI6-fulltrúanum Ray Koval (Owen). Þau hafa bæði yfirgefið heim hinnar opinberu leyniþjónustu því þau fá mun meira borgað fyrir þekkingu sína í harðvítugu „köldu“ stríði á milli tveggja alþjóðlegra stórfyrirtækja, Burkett & Randle annars vegar og Equikrom hins vegar. Claire vinnur fyrir Burkett & Randle undir stjórn Howard Tully (Tom Wilkinson) á meðan Ray er útsendari Equikrom og yfirmanns þess fyrirtækis, Dick Garsik (Paul Giamatti). Þau hittast eitt sinn, að því er virðist fyrir slysni, en tveimur árum síðar fá þau bæði það verkefni að komast yfir verðmæta formúlu fyrir vöru sem færir því fyrirtæki sem tryggir sér hana fyrst fúlgur fjár.


Ray og Claire ákveða fljótlega að sameina krafta sína til að svíkja bæði fyrirtækin og græða sjálf á verkefninu. Hins vegar vantar nokkuð upp á gagnkvæmt traust þeirra á milli og eftir því sem leikurinn flækist verður verkefni þeirra sífellt erfiðara…

 

Fast and Furioius


Smellið hér til að sjá brot úr myndinni


Fast & Furious er fjórða myndin í þessari vinsælu kvikmyndaröð um hraðafíkla og hinn hættulega heim sem þeir geta lent í. Eru allar aðalpersónurnar úr fyrstu myndinni komnar aftur í þessari og eru því Vin Diesel, Paul Walker, Michelle Rodriguez og Jordana Brewster sameinuð á ný.


Þegar glæpur er framinn í Los Angeles snýr Dominic Toretto (Diesel), sem nú er fyrrum fangi á flótta undan lögum og reglu, aftur til heimaborgarinnar vegna tengsla sinna við glæpinn. Hann er þó ekki einn á ferð, því fyrrum lögreglumaðurinn Brian O‘Connor (Paul Walker) tengist atburðunum líka og skerast leiðir þeirra í fyrsta sinn í langan tíma. Illdeilur þeirra eru skyndilega endurvaktar og það liggur grunnt á traustinu þeirra á milli. Fortíð Brians og systur Dominics, Miu (Brewster), blandast einnig inn í málin, sem gerir líf allra aðila enn flóknara.


Þegar þeir komast að því að þeir eiga sameiginlegan og mjög hættulegan óvin neyðast þeir þó til að taka höndum saman og reyna einhvern veginn að treysta hvor öðrum nægilega vel til   að lifa af hinn hraðskreiða og banvæna eltingaleik sem framundan er.

 

B13 Ultimatum



B13 – Ultimatum er framhald af myndinni District 13, sem kom út fyrir nokkrum árum og vakti þá nokkra athygli.

Myndin gerist í mjög nálægri framtíð, eða árið 2013, í hverfinu B13 í París í Frakklandi. Það hverfi er þekkt fátækrahverfi og í myndinni hefur það orðið algerlega stjórnlaust, þar sem lögreglan hefur enga möguleika á að halda uppi lögum og reglu. Í fyrri myndinni var glæpaforingjanum Taha Bemamud, sem réð ríkjum í B13, komið fyrir kattarnef. Í stað þess að það hafi bætt lífið í hverfinu er það nú orðið vígvöllur ólíkra glæpasamtaka sem ólm vilja komast til áhrifa, enda möguleiki á miklu ríkidæmi fyrir þann sem ræður yfir eiturlyfjasölum og öðrum glæpamönnum hverfisins. Damien og Leito (David Belle og Cyril Raffaelli), sem réðu niðurlögum Taha á sínum tíma, eru því fengnir á ný til B13, í lokatilraun yfirvalda til að ná stjórn á hverfinu áður en það verður endanlega of seint.

 

The Boat That Rocked



Bresk grínmynd frá handritshöfundi Notting Hill, Love Actually og Bridget Jones mynd-anna. Hér segir frá ólöglegri útvarpsstöð úti á Norðursjó á sjöunda áratugnum. Nokkrir mis-edrú plötusnúðar segja ljósvakastríði á hendur ríkismiðlunum sem kjósa djasstónlist fram-yfir rokk og ról. Þeir ná athygli þjóðarinnar, ný kynslóð er að mótast og þetta varð áratugurinn þegar fólk varð ástfangið af tónlist! Í helstu hlutverkum eru Kenneth Branagh, Philip Seymour Hoffman og Bill Nighy.

 

 

Í Næturgarði 1 - Hver er Þar?



Komdu í töfrandi ferðalag í eftirfarandi þáttum:

1. Makka Pakka þvær
2. Ölduleikur Tomliboos
3. Allir um borð í Ninku Nok
4. Fegursta blómið
5. Undarleg hljóð trompetsins hans Makka Pakka

 

Franklin



Margir krakkar muna eftir skjaldbökunni Franklin, sem skemmt hefur
krökkum á sjónvarpsskjám landsins síðustu 12 ár. Nú er komin bíómynd um Franklin og ævintýri hans, en myndin Franklin og fjársjóðurinn segir frá því þegar amma hans, sem honum þykir mjög vænt um, verður mjög veik. Franklin vill hjálpa henni að batna og þegar frænka hans segir
honum frá vendargrip sem getur læknað hana ákveður hann að
leggja upp í mikla för til að finna gripinn, sem er að við  skjaldbökuvatn.

 Einnig vorum við að fá hinn óborganlega Mr. Bean, samtals 14 þætti á 3 DVD diskum sem hver kostar

kr. 1.999.- Mr. Bean er ótextaður.

 

Nýjar myndir frá síðasta mánuði:

(Smellið á myndirnar til að fá upplýsingar frá IMDB)


 




 
Verslunin Hljómsýn - Stillholti 23 - 300 Akranesi - Sími: 430-2500 - Fax: 430-2501 - Kt. 430603-4180