Huldumaður á Fésbókinni. Print

Akranesi 18 mars 2014.

 

Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að síður á Fésbókinnin undir ýmsum nöfnum eins og Hljómsýn, Stillholt, Raftækaverslun Akranesi og Hljómur Akranesi eru ekki á okkar vegum. Þar hafa verið birtar myndir af búðinni og ýmsar upplýsingar sem sem eru okkur algerlega óviðkomandi.

Vitað er hver stóð að bak við sumar af þessum síðum og verið er að rannsaka hver setti hinar upp, en þeim virðist hafa verið lokað í kvöld.

Það er einlæg von okkar að ruglið á þessum síðum hafi ekki valdið leiðindum og tjóni eða ruglað viðskiptavini okkar í rýminu.

Ekki er viðtað hvað viðkomandi aðila /aðiluum gekk til en það kemur vonandi í ljós síðar.

Þegar og ef við setjum upp síðu á Fésbókinni þá verður það tilkynnt hér á heimasíðunni okkar.

Þá er einnig rétt að taka fram að fréttir Skessuhorns í síðasta mánuði um að við værum að fara úr núverandi húsnæði um síðustliðin mánaðarmót eru úr lausu lofti gripnar og eiga ekki við rök að styðjast. Ekki var rætt við okkur fyrir eða eftir þessa birtingu fréttarinnar og ekki vitað hvað blaðiinu gekk til með þessu framferði.

 

Fyrir hönd Hljómsýnar, Sturlu ehf

Gunanr Andrésson.