Breytingar á húsnæði Hljómsýnar Print

10.10.2012.

 

Undanfarið hafa staðið yfir breytingar á húsnæði okkar á Stillholtinu sem nú er senn lokið.

Við vorum að minnka aðeins við okkur húsnæðið á Stillholtinu og skorið af austasta bilið (næst Landsbankanum). Þar vorum við með báðar hæðirnar og skrifstofu og lager á efri hæðinni. Skrifstofan ásamt þessum lager (jóladót, innrétingar og fl.) hefur nú verið flutt til Hafnarfjarðar.

Nýr starfsmaður, Daníel V. Ólafsson kom til liðs við okkur í endaðan júní sl. og hefur látið til sín taka við að koma betra "looki" á búiðna. Hafa viðskiptavinir haft á orði hvað búiðin sé miklu snyrtilegri nú en áður og er það fyrist og fremst Daníel að þakka.

Við viljum bjóða gamla og nýja viðskiptavini velkoman að kíkja á breytingarnar og þyggja hjá okkur kaffisopa meðan þeir kíkja á vöruúrvalið. Með lækkandi sól höfum við aukið á ný úrvalið af sjónvörpum hverskonar og verðum með fyrir jólin allar helstu DVD myndirnar, bæði nýjar og svo eldri á niðursettu verði. Í því sambandi er rétt að minna á tilboðið sem gestum heimasíðunnar býðst en það er 10% afsláttur af eldri myndunum ef keyptar eru tvær eða fleiri í einu. Þetta tilboð er aðeins fyrir gesti heimasíðunnar og því þarf viðskiptavinur að geta þess við afgreiðslumann þegar verslað er.